

Varanleg förðun
Í varanlegri förðun er sett litarefni í efri lög leðurhúðarinnar. Með förðuninni er til dæmis hægt að skerpa á augnumgjörðinni og stundum þarf að „leiðrétta“ augabrúnir, það er að segja laga formið á þeim en það er gert með „hair stroke“-tækni. Þá er fyllt inn í augabrúnirnar sem eru þegar til staðar eða staðsetningin leiðrétt.
Liturinn verður alltaf í húðinni en dofnar með tímanum og þess vegna þarf að endurnýja förðunina á 1-2 ára fresti til að fríska upp á litinn. Litarefnin í varanlegri förðun dofna eftir ákveðinn tíma þar sem þau fara ekki jafn djúpt í húðina eins og í öðru húðflúri. Litasamsetningin er önnur og þess vegna dofnar þetta með tímanum. Það er ástæðan fyrir því að við mælum með að húðflúrið sé endurtekið með reglulegu millibili.
„Áður en við hefjumst handa er förðunin teiknuð á húðina. Þá eru litir og form valið með viðskiptavininum til að tryggja að útkoman sé sem best. Það er því alltaf komin skýr mynd á þetta áður en hafist er handa. Við gerð varanlegrar förðunar er nákvæmt handverk og áreiðanlegur búnaður lykilatriði.
Í varanlegri förðun er sett litarefni í efri lög leðurhúðarinnar. Með förðuninni er til dæmis hægt að skerpa á augnumgjörðinni og stundum þarf að „leiðrétta“ augabrúnir, það er að segja laga formið á þeim en það er gert með „hair stroke“-tækni. Þá er fyllt inn í augabrúnirnar sem eru þegar til staðar eða staðsetningin leiðrétt.
Liturinn verður alltaf í húðinni en dofnar með tímanum og þess vegna þarf að endurnýja förðunina á 1-2 ára fresti til að fríska upp á litinn. Litarefnin í varanlegri förðun dofna eftir ákveðinn tíma þar sem þau fara ekki jafn djúpt í húðina eins og í öðru húðflúri. Litasamsetningin er önnur og þess vegna dofnar þetta með tímanum. Það er ástæðan fyrir því að við mælum með að húðflúrið sé endurtekið með reglulegu millibili.
„Áður en við hefjumst handa er förðunin teiknuð á húðina. Þá eru litir og form valið með viðskiptavininum til að tryggja að útkoman sé sem best. Það er því alltaf komin skýr mynd á þetta áður en hafist er handa. Við gerð varanlegrar förðunar er nákvæmt handverk og áreiðanlegur búnaður lykilatriði.


Varanleg augnlína
Varanleg augnlína fer fram úr væntingum. Meðferðin er gerð þannig að fín húðflúruð lína eru dregin eftir augnlokinu sem lítur út eins og eftir notkun augnblýants, nema án þess að hún smiti út frá sér og klessist.
Kostir varanlegrar augnlínu eru margir og viðskiptavinur getur valið þá gerð og þykkt augnlínu sem hentar best hans eigin augnumgjörð.
Ef þú notast daglega við eyeliner þá mun varanleg förðun spara mikinn tíma og pening þegar til lengri tíma er litið.
Það mun koma þér á óvart þegar þú áttar þig á hve lífið verður auðvelt þegar þú vaknar á morgnana með fallegar línur í kringum augun. Engar áhyggjur framar af klesstum lit umhvefis augun, heldur eingöngu fullkomnar og skarpar línur.
Við munum byrja á að setja lit á milli augnháranna, síðan er liturinn byggður upp frá enda augans að augnkrók með þeirri þykkt á línunni sem viðskiptavinur óskar eftir og í lokin verður til hið fullkomna og fínlega útlit. Hægt er að velja breidd og þéttleika augnlínunnar sem og val á litum.


Öryggi, ánægja og þægindi.
Öryggi, ánægja og þægindi. Þessi þrjú orð eru einkunnarorð þjónustu fyrirtækisins. Þessar skuldbindingar við viðskiptavinina eru mikilvægar og miðpunktur þjónustunnar.
Hver viðskiptavinur fær útskýringar og greiningu á andlitslögun, skilning á þörfum hvers og eins og ráðleggingar við val á litum. Við leggjum metnað í að hver og einn viðskiptavinur fái besta mögulegu þjónustu en í henni felst:
Strangir öryggis og hreinlætisstaðlar
Fyrir utan vél og nálarhaldara eru einungis notuð einnota verkfæri, litir og annar búnaður tengdur meðferð.
Spurningar um heilsufarssögu
Lagður er fram spurningalisti til að ganga úr skugga um það hvort viðskiptavinur hafi einhverja heilsufarskvilla sem gætu haft áhrif á útkomu meðferðarinnar, t.d ofnæmi.
Opin samskipti og eftirfylgni
Opin samskipti allan tíman á meðan meðferð stendur. Gott samráð við viðskiptavin er lykilatriði svo öllum spurningum sé svarað og til þess að niðurstaða verði í samræmi við óskir viðskiptavinarins.
Fullt samþykki viðskiptavinar
Fullt samþykki viðskiptavinar um liti, lögun og heildarniðurstöðu meðferðarinnar áður en meðferðin hefst. Farið er yfir áhættuþætti til að viðskiptavinur sé eins vel upplýstur og mögulegt er.
Möguleiki á ofnæmisprófun
Val um ofnæmispróf. Gerð til að greina hvers kyns ofnæmi getur komið upp hjá fólki með viðkvæma húð.
Fyrir og eftir myndir
Myndir sem verða geymdar í skrá hvers og eins viðskiptavinar til að endurskoða og meta.
Eftirfylgni og upplýsingar
Allar áhættur, leiðbeiningar um hreinlæti og umönnun eftir meðferð eru ræddar og vel útskýrðar til að bati húðarinnar verði sem best
Fyrir hverja er varanleg förðun?
Af hverju þessi meðferð?
Konur
Sem vilja líta sem allra best út alltaf, jafnvel þegar að þær vakna.
Mæður
Og aðrar uppteknar konur sem hafa EKKI tíma fyrir hefðbundna förðun.
Íþróttafólk
Sem vill líta sem best út, líka á hlaupabrettinu. Frábær lausn fyrir þá sem stunda t.d. sund, fjallgöngur, hjólreiðar, tennis og ræktina en vilja hvorki að förðunin „leki af” né að þurfa endalaust að farða sig upp á nýtt.
Einstaklingar með ofnæmi eða viðkvæma húð
Sem geta einfaldlega ekki notað hefðbundnar förðunarvörur og því er varanleg förðun frábær kostur.
Einstaklingar með sjón- eða augnvandamál
Hentar mjög vel fólki sem sér illa eða þá sem þola illa förðunarvörur sem ætlaðar eru fyrir augu.
Líkamleg fötlun
Fyrir einstaklinga sem t.d glíma við liðagigt, parkinsonsveiki, MS, lömun eða óstöðugleika í höndum og geta því ekki farðað sig sjálfir.
Lyfjameðferð vegna krabbameins
Fyrir einstaklinga sem misst hafa augabrúnir og augnhár sökum lyfjameðferðar.
Bóka tíma í varanlega förðun
