fbpx

Draumurinn

Nýjasta andlitsmeðferð snyrtistofunnar hefst á notalegu baknuddi með heitum steinum til að losa um þreytu og stífleika í baki. Snyrtifræðingurinn lagar andlitsmeðferðina að þinni húðgerð allt eftir því hvers hún þarfnast. Í þessari meðferð er Shiatsu punktanudd fyrir þreytt augu ásamt slakandi nuddi á andlit, herðar og höfuð. Að lokum er endað á djúpvirkum ilmolíumaska.

Þessi meðhöndlun er upplifun fyrir húð og huga. 1. klst. 30 mín.

Andlitsbað ársins

Vinsælasta meðferðin okkar! Ilmolíu andlitsmeðferð með heitum steinum, sérvaldar olíur sem henta þinni húðgerð.
Hendur og fætur fá kornakrem og nudd með þessari lúxus meðferð.

Yndisleg dekur sem gefur orku og vellíðan. 1. klst. 30 mín.

Andlitsmeðferð í algjörum sérflokki.

Rafræn Guinot hydradermie meðferð sem er einstök í sinni röð, sérvalin gel sem henta húðgerð hvers og eins. Að lokum yndislega gott nudd og maski.

Þessum pakka fylgir handsnyrting,  fótsnyrting og naglalakk að eigin vali. Þessi meðhöndlun er upplifun fyrir húð og huga.

Andlitsmeðferð og heitur maski á hendur

Andlitsmeðferð þar sem heitir steinar eru látnir auka áhrif meðferðarinnar. Létt hreinsun, skrúbbmaski, nudd á andlit, höfuð og herðar. Yndislegur maski borin á andlit og augu. Í þessari andlitsmeðferð fá hendurnar sérstaka spa meðhöndlun.

Þessi meðferð gefur orku og er einstök upplifun. 1. klst.

Baknudd, andlitsbað og heitur maski á hendur

Slakandi nudd á bak með heitum olíum, andlitsmeðferð með sérvöldum ilmolíum. Upplifðu ilmkjarnaolíumeðferðina á snyrtistofunni. Hún er tileinkuð húð þinni og er með sérhæfða virkni eftir ástæðum hverju sinni. 1 klst. 30 mín.

Andlitsnudd, maski, handsnyrting og fótsnyrting

Andlitsmeðferð þar sem áhersla er lögð á einstaklega þægilegt nudd á axlir, andlit og höfuð. Í meðferðinni er valinn andlitsmaski eftir því sem við á. Hefðbundin fót- og handsnyrting og naglalakk að eigin vali er með í þessari dekurmeðferð.

Sérlega þægilegur dekurpakki sem við mælum með. 2. klst. 45 mín.

Andlitsmeðferð, handsnyrting og litun

Sérlega notaleg andlitsmeðferð þar sem áhersla er lögð á nudd á herðar, andlit og höfuð. Í lokin er valinn kokteil maski sem hentar þinni húðgerð. Litun á bæði augnhár og augabrúnir ásamt handsnyrtingu með naglalakki að eigin vali er innifalið í þessum pakka. 2. klst. 15 mín.

Bóka tíma í dekur

Hleð inn ...
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilboð og við höfum samband fljótlega -- ATH ! Ekki er hægt að afbóka í skilaboðum eða tölvupósti, vinsamlega notaðu link sem sendur var í tölvupósti þegar bókunin var staðfest.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search