Draumurinn

Þessi  meðferð snyrtistofunnar hefst á notalegu baknuddi til að losa um þreytu og stífleika í baki. Snyrtifræðingurinn lagar síðan andlitsmeðferðina að þinni húðgerð allt eftir því hvers hún þarfnast. Í þessari meðferð er róandi og slakandi nudd á andlit, axlir og höfuð að lokum er settur á  súrefnismaski  sem endurnýjar húðina og gerir hana silkimjúka.

Þessi meðhöndlun er upplifun fyrir húð og huga. 1. klst. 20 mín.

Andlitsbað ársins

Detoxygene andlitsmeðferð sem er eykur súrefnisupptöku húðar.
Notalegt nudd á andlit, axlir og höfuð sem eykur slökun og vellíðan. Húðin fær fallegt og frísklegt útlit. Hendur og fætur fá kornakrem og nudd með þessari endurnærandi meðferð sem er einstaklega róandi og gefandi upplifun.

Yndisleg dekur sem gefur orku og vellíðan. 1. klst. 30 mín.

Andlitsmeðferð í algjörum sérflokki.

Rafræn Guinot hydradermie meðferð sem er einstök í sinni röð, sérvalin gel sem henta húðgerð hvers og eins. Að lokum yndislega gott nudd og maski.

Þessum pakka fylgir handsnyrting,  fótsnyrting og naglalakk að eigin vali. Þessi meðhöndlun er upplifun fyrir húð og huga.

Andlitsmeðferð, handsnyrting og fótsnyrting

Détoxygene andlitsmeðferð, hand- og fótnsyrting.
Yndisleg andlitsmeðferð sem eykur súrefnisupptöku húðar. Notalegt nudd á andlit, axlir og höfuð sem eykur slökun og vellíðan. Húðin fær frísklegt og fallegt útlit. Hand- og fótsnyrting þar sem neglur og naglabönd eru snyrt, hressandi nudd og naglalakk að eigin vali. Við mælum með þessum pakka.

Andlitsmeðferð, handsnyrting og litun

Sérlega notaleg Age Summum andlitsmerðferð þar sem áhersla er lögð á að næra húðina og gera hana silkimjúka. Áhrifaríkur andlitsmaski ásamt slakandi nuddi gera þessa meðferð að einstakri upplifun. Litun á augabrúnir og augnhár, ásamt handsnyrtingu með naglalakki að eigin vali fylgja með í þessum dekurpakka.

Bóka tíma í dekur

Hleð inn ...
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilboð og við höfum samband fljótlega -- ATH ! Ekki er hægt að afbóka í skilaboðum eða tölvupósti, vinsamlega notaðu link sem sendur var í tölvupósti þegar bókunin var staðfest.

0

Start typing and press Enter to search