Andlitsmeðferðir

Meðferðirnar okkar eru sannkallað dekur þar sem áhersla er lögð á að gera heimsóknina til okkar að notalegri stund. Valin er andlitsmeðferð sem hentar húgerð hvers og eins. Allar okkar meðferðir innihalda hreinsun, næringu, róandi og slakandi nudd, sem endurnærir og veitir orku og ljóma.
Endurnýjaðu ljóma og heilbrigði húðarinnar með réttri ummönnun.

Augu

Afar áhrifarík augnmeðferð, sem dregur úr fínum línum, þrota og dökkum baugum með einstakri nýjung frá Guinot. Í meðferðinni eru uppbyggjandi efni “neydd,, inn í húðina sem gerir þessa meðferð einstaka.

Vax

Við fjarlægjum óæskileg hár af líkamanum með árangursríkri vaxmeðferð. Einnig bjóðum við uppá súkkulaðivax fyrir brasilískar meðfeðir.

Fætur

Fótsnyrting er meðferð sem veitir vellíðan og slökun í senn. Fæturnir eru baðaðir upp úr mildu sápuvatni. Neglur og naglabönd snyrt, húð og hælar mýktir upp á mjúkan hátt. Kornakrem og naglalakk fyrir þá sem það vilja og að lokum er yndislegt fótanudd sem er gott fyrir alla fætur.
  Mjúkir og vel snyrtir fætur veita vellíðan á líkama og sál.

Háreyðingar

Við bjóðum uppá árangursríka varanlega rafmagnsháreyðingu þar sem við notum nál til að eyðileggja vöxt hársins.

Hendur og neglur

Handsnyrting þar sem neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Við notum kornakrem til að fjarlægja dauðar húðfrumur og gera húðina silkimjúka. Gott nudd á hendur með handáburði er ómissandi í lokin, viðskiptavinurinn getur síðan valið um naglalakk að eigin vali.

Varanleg förðun

Í var­an­legri förðun er sett litar­efni í efri lög leðurhúðar­inn­ar. Með förðun­inni er til dæm­is hægt að skerpa á augn­um­gjörðinni og stund­um þarf að „leiðrétta“ auga­brún­ir, það er að segja laga formið á þeim en það er gert með „hair stroke“-tækni. Þá er fyllt inn í auga­brún­irn­ar sem eru þegar til staðar eða staðsetn­ing­in leiðrétt.

Förðun

Við bjóðum upp á förðun sem hentar hverjum og einum viðskiptavini.

Líkamsnudd

Heitskeljanudd er meðferð sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Nuddið er einstök upplifun þar sem notast er við heitar skeljar sem gefa djúpt og slakandi  nudd sem dregur úr streitu og þreytu.

Dekurpakki

Þú átt það skilið, dekur eins og það gerist best

Himneskt heitskeljanudd.
Heitskeljanudd er meðferð sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Nuddið er einstök upplifun þar sem notast er við heitar skeljar sem gefa djúpt og slakandi  nudd sem dregur úr streitu og þreytu. Endurnærandi og slakandi meðferð sem við mælum með.

Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilboð og við höfum samband fljótlega -- ATH ! Ekki er hægt að afbóka í skilaboðum eða tölvupósti, vinsamlega notaðu link sem sendur var í tölvupósti þegar bókunin var staðfest.

0

Start typing and press Enter to search