Fótameðferðir

Fótsnyrting er meðferð sem veitir vellíðan og slökun í senn. Fæturnir eru baðaðir upp úr mildu sápuvatni. Neglur og naglabönd snyrt, húð og hælar mýktir með kornakremi á mjúkan hátt. Naglalakk fyrir þá sem það vilja og að lokum er yndislegt fótanudd sem er gott fyrir alla fætur.

Mjúkir og vel snyrtir fætur veita vellíðan á líkama og sál.

Fótaaðgerð

Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fótanna, veita ráðgjöf varðandi umhirðu, skóbúnað og vinna á fótameinum fyrir neðan ökkla. Við meðferð er byrjað á fótabaði, sigg á hælum og álagsstöðum er fjarlægt, neglur er klipptar og pússaðar. Séu vandamál líkt og líkþorn, vörtur, sveppasýking eða inngrónar neglur til staðar þá er unnið á þeim meinum og ráðgjöf veitt varðandi bata. Við lok meðferðar eru fæturnir pússaðir með skrúbbmaska og fótakrem borið á með léttu fótanuddi.

Bóka tíma í fótameðferð

Hleð inn ...
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilboð og við höfum samband fljótlega -- ATH ! Ekki er hægt að afbóka í skilaboðum eða tölvupósti, vinsamlega notaðu link sem sendur var í tölvupósti þegar bókunin var staðfest.

0

Start typing and press Enter to search