Andlitsmeðferðir

Andlitsmeðferðirnar hjá okkur eru allar lúxusmeðferðir hver á sinn hátt

Meðferðirnar okkar eru sannkallað dekur þar sem áhersla er lögð á að gera heimsóknina til okkar að notalegri stund. Valin er andlitsmeðferð sem hentar húgerð hvers og eins. Allar okkar meðferðir innihalda hreinsun, næringu, róandi og slakandi nudd, sem endurnærir og veitir orku og ljóma.

Endurnýjaðu ljóma og heilbrigði húðarinnar með réttri ummönnun.

Guinot Hydradermie andlitsmeðferð

Styrkjandi og rakagefandi meðferð þar sem sérvalin virk efni eru neydd inn í dýpri lög húðarinnar.

Guinot Hydradermie lift andlitsmeðferð

Rafræn andlitslyfting, vöðvar í andliti þjálfaðir, sogæðar hreinsaðar og húðin verður stinnari.

Guinot súrefnis andlitsmeðferð

Einstaklega þægileg andlitsmeðferð sem eykur súrefnisupptöku húðar. Notalegt nudd á andlit axlir og höfuð sem eykur slökun og vellíðan. Húðin fær fallegt og frísklegt útlit.

Húðhreinsun

Rafræn meðferð – Áhrifarík djúphreinsun.

Ávaxtasýrumeðferð – lúxus meðferð

Ávaxtasýrurnar losa um dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar. Meðferðin endurnærir húðina, veitir henni orku og ljóma.

Age summum

Einstaklega virk andlitsmeðferð sem vinnur gegn ótímabærum aldursbreytingum. Meðferðin örvar endurnýjun húðfrumna, stinnir og þéttir húðvefi.

Lift summun

Einstök andlitsmeðferð sem gerir húðina stinnari og dregur samstundis úr þreytu og öldrunarmerkjum í andliti, á hálsi og bringu. Meðferðin er í fjórum þrepum og tekur 50 mín. Í þesari meðferð er yndislegt nudd á andlit, axlir og höfuð. Þessi meðferð er hressandi upplifun. Áhrifarík meðferð gegn ótímabærum aldursbreytingum. Yndislega slakandi nudd húðin og húðin verður stinnari og þéttari, sjáanlegur munur á innan við klukkustund og húðin endurheimtir unglegan ljóma. Létt handanudd gerir þessa meðferð að sannkölluðu dekri.

Dermatude

Dermatude Meta Therapy kröftug andlitsmeðferð sem fjarægir fínar línur og endurnýjar húðina. Meðferðin örvar starfsemi húðarinnar og stuðlar að endurnýjun kollagens og elastíns í húðinni.

Dermatude andlit, háls og maskar.

eða

Dermatude háls, bringa og maskar.

Þrjár áhrifaríkar andlitsmeðferðir saman í pakka

Hydradermie, Hydradermie Lift og Age Summum. Í þessum pakka fær hún þín allt sem hún þarfnast.

Andlit

Veist ekki hvað hentar þinni húðgerð?

Skráðu þig í 60 mín. andlitsmeðferð og við veljum fyrir þig. Hlökkum til að sjá þig.

( Verð fer eftir því hvaða meðferð verður fyrir valinu.)

Bóka tíma í andlitsmeðferð

Hleð inn ...
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilboð og við höfum samband fljótlega -- ATH ! Ekki er hægt að afbóka í skilaboðum eða tölvupósti, vinsamlega notaðu link sem sendur var í tölvupósti þegar bókunin var staðfest.

0

Start typing and press Enter to search