Snyrtistofan Ágústa býður í síðdegisgleði 22.11.2018

Snyrtistofan Ágústa býður í síðdegisgleði 22.11.2018

Við á Snyrtistofunni Ágústu bjóðum vini og velunnara stofunnar hjartanlega velkomna í síðdegisgleði til okkar fimmtudaginn 22. nóvember. Gleðin hefst kl. 17:00 og stendur til 19:00. Á staðnum verðum við með fallegar gjafaöskjur á sérstöku jólatilboði og 25% afslátt af öllum öðrum vörum og gjafakortum. Þar að auki munum við sýna frá nýrri byltingarkenndri andlitsmeðferð frá Guinot og bjóða upp á léttar veitingar.

Glæsilegar gjafaöskjur frá Guinot á

sérstöku jólatilboði

Við kynnum LIFT SUMMUM, nýja byltingarkennda andlitsmeðferð frá Guinot. Meðferðin vinnur gegn ótímabærum aldursbreytingum, þéttir húðina, mótar andlitsdrætti og stinnir bringusvæði. Sjáanlegur munur kemur fram á innan við klukkustund og húðin endurheimtir unglegan ljóma sinn. Yndislegt nudd á hendur setur svo punktinn yfir i-ið á þessari einstöku og áhrifaríku meðferð, en á kvöldinu munum við sýna frá því hvernig meðferðin fer fram.
Fullt verð: 15.900 kr. en þetta kvöld fæst gjafabréf í þessa meðferð á 11.925 kr. Þetta er frábært tækifæri til að gera góð kaup á jólagjöfum og njóta léttra veitinga með okkur þessa kvöldstund.

Við hlökkum til að sjá þig og vonum að þú eigir eftir að eiga góða stund með okkur.

Kærar kveðjur,
Starfsfólk Snyrtistofunnar Ágústu
Faxafeni 5, 2. hæð
Sími: 552 9070

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilboð og við höfum samband fljótlega -- ATH ! Ekki er hægt að afbóka í skilaboðum eða tölvupósti, vinsamlega notaðu link sem sendur var í tölvupósti þegar bókunin var staðfest

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search